Mosfellsbær
Störf í boði
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Varmárskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Búsetukjarnar Mosfellsbæ
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Aðstoðarmatráður

Leirvogstunguskóli leitar að aðstoðarmatráð.

Leirvogstunguskóli er stækkandi leikskóli með 112 nemendur. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu. 

Aðstoðarmatráður sér meðal annars um að undirbúa og framreiða mat fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Hann tekur þátt í frágangi sem og almennum þrifum í eldhúsi skólans. Viðkomandi þarf að auki að geta leyst matráð af eftir þörfum.

Um 75 - 100 % starfshlutfall er að ræða.  

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur á mat fyrir nemendur og starfsmenn
Tiltekt og frágangur í eldhúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla og þekking sem nýtist í starfi
Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Góður samstarfsvilji og jákvæðni
Mikil þjónustulund
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Góð íslenskukunnátta
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.