Einstaklingsstuðningur fyrir fötluð börn
Einstaklingsstuðningur fyrir fötluð börn
Heimili fyrir börn óskar eftir starfsmönnum til að annast einstaklingsstuðning fyrir fötluð börn
VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM STARFSMANNI TIL STARFA
Um er að ræða hlutastarf í vaktavinnu sem getur hentað vel sem auka starf með námi eða öðru starfi.
Starfið felur í sér helgarvaktir, aðra hvora helgi í 5-6 tíma í senn.
Einstaklingsstuðningur er unnin samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og fellur undir málaflokk fatlaðs fólks á Velferðarsviði. Markmið með einstaklingsstuðningi er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita þeim persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. stuðning til að stunda íþróttir, njóta menningar og annars félagsstarfs.
Einstaklingsstuðningur felst í því að veita viðkomandi félagsskap með einum eða öðrum hætti innan sem utan heimilisins, til að mynda fara á kaffihús, í bíó, gönguferðir, sund og fleira sem fellur undir áhugasvið einstaklingsins sem þjónustunnar nýtur.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
