Lágafellsskóli - stuðningsfulltrúi
Lágafellsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum?
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er samrekinn leik- og grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum, þar sem leikskóladeildir eru staðsettar í útibúi skólans, Höfðabergi, en 1.-10.bekkur í aðalbyggingu. Stuðningsfulltrúar aðstoða nemendur í leik og starfi og sinna gæslu nemenda í matsal og á skólalóð. Um hlutastarf er að ræða.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
