Störf í boði
Búsetukjarnar í Skálahlíð
Engin laus störf
Búsetukjarninn Hamrahlíð- Mosfellsbæ
Engin laus störf
Búsetukjarninn Langahlíð
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Vinnuskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Mosfellsbær
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Helgafellsskóli
Engin laus störf
Krikaskóli
Kvíslarskóli
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Varmárskóli
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlaðhamrar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf
Leikskólinn Hulduberg
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leiðtogi farsældar barna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir laust starf leiðtoga til að stýra innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er eftir áhugasömum og sjálfstæðum einstaklingi með þekkingu og áhuga á bæði fræðslu- og velferðarmálum. Þá þarf viðkomandi að hafa getu til að leiða þverfaglega teymisvinnu og hafa brennandi áhuga og metnað fyrir málefninu.
Um er að ræða 100% starfshlutfall í góðu starfsumhverfi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjóri stýrihóps sem heldur utan um málefni farsældar, Farsældarhrings
Stýra verkefnum Farsældarhringsins í samvinnu við ráðgjafa á fræðslu- og velferðarsviði
Innleiða og þróa verklag við innleiðingu farsældarlaga
Veita nemendaverndarráðum og teymum ráðgjöf við að meta þörf fyrir samþættingu þjónustu og við innleiðingu þjónustunnar
Styðja við samfellu á milli skólastiga með gerð móttöku- og tilfærsluáætlana sé mál í vinnslu Farsældarhringsins.
Taka þátt í og stuðla að þverfaglegu samstarfi innan sveitarfélagsins og við utanaðkomandi aðila sem við á, svo sem BUGL, BOFS, Heilsugæsluna sem og aðra aðila sem vinna að farsæld barna
Ráðgjöf og eftirfylgd við tengiliði og málstjóra við innleiðingu samþættingar
Menntunar- og hæfniskröfur
BA/BS gráða sem nýtist í starfi (t.a.m. kennaramenntun, sálfræði, uppeldis- og menntunarfræði, félagsfræði eða félagsráðgjöf)
Meistaragráða sem nýtist í starfi er mikill kostur
Reynsla af málefnum sem tengjast börnum og farsæld barna
Góð þekking á þeim lögum og reglugerðum sem við eiga og heyra undir velferðar- og fræðslumál
Reynsla af starfi við ráðgjöf og opinbera stjórnsýslu er kostur
Rík þjónustulund og geta til að sýna frumkvæði í starfi
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku sem og ensku
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.
Um Mosfellsbæ