Skemmtilegt starf í einstaklingsstuðning
Erum við að leita að þér?
Við leitum eftir drífandi og líflegum starfskrafti sem hefur mikinn áhuga á samskiptum og að vinna með fólki. Mjög skemmtilegt og gefandi starf.
Velferðarsvið Mosfellsbæjar veitir fötluðum börnum, ungmennum og fullorðnu fólki einstaklingsstuðning.
Markmið einstaklingsstuðnings er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Má þar t.d nefna að fara á menningarviðburði, taka þátt í tómstundum, hreyfingu eða félagslífi.
Um fjölbreytt tímabundin hlutastörf er að ræða og er vinnutíminn sveigjanlegur. Starfið gæti því meðal annars hentað vel fyrir námsmenn eða fólk sem vill auka við sig vinnu.
Við störfum samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk nr. 38/2018.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.