Mosfellsbær
Störf í boði
Búsetukjarninn Hamrahlíð- Mosfellsbæ
Engin laus störf
Búsetukjarninn Langahlíð
Engin laus störf
Búsetukjarninn Vesturhlíð - Mosfellsbæ
Engin laus störf
Vinnuskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Krikaskóli
Engin laus störf
Kvíslarskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlaðhamrar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Skólastjóri - Krikaskóli

Mosfellsbær auglýsir stöðu skólastjóra við Krikaskóla.

Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundastarfi og starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.

Í Krikaskóla eru um 200 börn á aldrinum tveggja til níu ára og um 50 starfsmenn.

Í Krikaskóla er lögð áhersla á teymisvinnu, einstaklingsmiðað nám, raunverulegt samstarf innan skólans sem utan, vináttu og gleði. Starfshópurinn í Krikaskóla er einstakur og hæfni hans mikil. Krikaskóli var stofnaður árið 2008 og hefur verið leiðandi í skólaþróun með nýjungum í kennsluháttum, samþættingu skólastiga og samþættingu frístundarstarfs og grunnskólans.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á skólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi, skólaþróun, stjórnun og forystu. Mikilvægt er að viðkomandi geti leitt umbætur og framþróun í samræmi við stefnumótun Mosfellsbæjar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá leikskóla og gæðaviðmið um frístundastarf.
Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjónustu og daglegri starfsemi skólans.
Hafa forystu um og bera ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
Bera ábyrgð á og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla skilyrði.
Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
Viðbótarmenntun í stjórnun.
Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, jákvæðni og vilji til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.
Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori.
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.