Skólastjóri - Krikaskóli
Mosfellsbær auglýsir stöðu skólastjóra við Krikaskóla.
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundastarfi og starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Í Krikaskóla eru um 200 börn á aldrinum tveggja til níu ára og um 50 starfsmenn.
Í Krikaskóla er lögð áhersla á teymisvinnu, einstaklingsmiðað nám, raunverulegt samstarf innan skólans sem utan, vináttu og gleði. Starfshópurinn í Krikaskóla er einstakur og hæfni hans mikil. Krikaskóli var stofnaður árið 2008 og hefur verið leiðandi í skólaþróun með nýjungum í kennsluháttum, samþættingu skólastiga og samþættingu frístundarstarfs og grunnskólans.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á skólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi, skólaþróun, stjórnun og forystu. Mikilvægt er að viðkomandi geti leitt umbætur og framþróun í samræmi við stefnumótun Mosfellsbæjar.
