Sumarstarf í búsetukjarna
Viltu vera með okkur í sumar ?
Við í þjónustuíbúðunum í Klapparhlíð leitum að drífandi og áhugasömum starfskrafti í liðið okkar.
Starfsfólk veitir íbúum aðstoð við daglegar athafnir, félagslega virkni og hjálp til sjálfshjálpar. Við veitum íbúum einstaklingsmiðaðað þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni.
Starfsfólk vinnur eftir hugmyndafræðinni þjónandi leiðsögn. Við störfum samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.
Gengið er út frá því að starfsfólk vinni á fjölbreyttum vöktum (dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum) í hlutastarfi, frá 30 til 50% hlutfall í boði.
Um sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
