Mosfellsbær
Störf í boði
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Varmárskóli
Engin laus störf
Helgafellsskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Leikskólinn Hlaðhamrar
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf

Tilsjónaraðili óskast á fjölskyldusvið

Tilsjónaraðili óskast á fjölskyldusvið.

Tilsjónaraðili styrkir foreldra í uppeldishlutverki sínu með vinnu sinni inni á heimili barnafjölskyldna og stuðla þar með að bættum uppeldisskilyrðum barna. Starfið felur í sér að aðstoða foreldra við að takast á við uppeldis- og forsjárhlutverk sitt.

Tilsjónaraðili starfar samkvæmt barnavendarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, eftir því sem við á hverju sinni. Verkefnum er úthlutað eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Um verktakagreiðslur er að ræða með möguleika á hlutastarfi síðar.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoða foreldra við þau verkefni sem koma upp hverju sinni vegna hegðunar barnsins.
Aðstoða foreldra við að fylgja eftir endurhæfingu, viðtölum eða námskeiðum vegna uppeldis barnsins.
Leiðbeina foreldrum við að setja barni mörk.
Leiðbeina foreldrum með umönnun og aðbúnað barnsins.
Sitja fundi vegna málefna barnsins og fjölskyldunnar eftir því sem við á.
Eiga í samskiptum við þá fagaðila sem koma að málefnum fjölskyldunnar í samvinnu við ráðgjafa fjölskyldunnar á fjölskyldusviði.
Miðlar upplýsingum vegna vinnu inni á heimili til fjölskyldusviðs, m.a. með greinargerðarskrifum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi er skilyrði
Reynsla af starfi með börnum og fjölskyldum er æskileg
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun er skilyrði
Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti er skilyrði
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.