Mosfellsbær
Störf í boði
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Krikaskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Búsetukjarnar Mosfellsbæ
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Umsjónarmaður Listasalar

VILTU STÝRA FJÖLBREYTTU SÝNINGARHALDI Í LISTASAL MOSFELLSBÆJAR?

BÓKASAFN MOSFELLSBÆJAR LEITAR AÐ ÖFLUGUM STARFSMANNI TIL STARFA í 50% STÖÐU SEM FYRST.

Bókasafn Mosfellsbæjar þjónustar einstaklinga og stofnanir í Mosfellsbæ og stendur fyrir fjölbreyttum menningarviðburðum. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar í salnum. Einnig er salurinn nýttur fyrir ýmsa viðburði eins og tónleika, fyrirlestra og fundi.

Listasalur Mosfellsbæjar hefur það að leiðarljósi að vera virkur samkomustaður fyrir Mosfellinga og aðra gesti, bjóða upp á fjölbreyttar sýningar listamanna og vinna þannig að framþróun myndlistar á Íslandi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjónarmaður listasalar heldur utan um sýningarhald í Listasal Mosfellsbæjar. Í því felst m.a. gerð og dreifing kynningarefnis listasalar, samskipti við listamenn og samskipti við fjölmiðla vegna sýninga í listasal.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af sýningarstjórn og kynningarmálum.
Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður.
Góð samskiptafærni, jákvæðni og sveigjanleiki.
Góð almenn tölvukunnátta. Kunnátta í helstu hönnunarforritum, s.s. Photoshop, Indesign og Illustrator.
Góð íslenskukunnátta.
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.