Mosfellsbær
Störf í boði
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Varmárskóli
Engin laus störf
Helgafellsskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Leikskólinn Hlaðhamrar
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf

Verkefnastjóri Eignasjóðs

Umhverfissvið Mosfellsbæjar leitar að verkefnastjóra Eignasjóðs

Mosfellsbær er sveitarfélag í örum vexti og undanfarin ár hefur uppbygging verið mikil og fólksfjölgun í samræmi við það. Áform eru um frekari framkvæmdir innan sveitarfélagsins í takt við þéttingu höfuðborgarinnar í heild. Umhverfissvið vinnur að metnaðarfullum verkefnum til að gera Mosfellsbæ áfram að spennandi búsetukosti. Á sviðinu starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka sérfræðikunnáttu.

Verkefnastjóri Eignasjóðs hefur umsjón með útboðum, samningum og eftirlit með verktökum. Verkefnastjóri annast undirbúning og umsjón framkvæmda á mannvirkjum bæjarfélagsins og ber ábyrgð á að framkvæmdir séu innan heimilda gildandi fjárhagsáætlunar.  Verkefnastjóri veitir ráðgjöf vegna hönnunar, framkvæmda og búnaðarkaupa stofnana. Verkefnastjóri skal sýna nákvæmni við utanumhald verkefna og eiga góð samskipti.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
Verk-, tæknifræði- eða byggingafræðingsmenntun (B. Sc.)
Framhaldsmenntun sem nýtist í námi er æskileg (s.s. M.Sc) og/eða önnur tengd menntun á sviði mannvirkjagerðar svo sem húsasmíði
Reynsla á sviði mannvirkjagerðar (að lágmarki 2 ár) er æskileg
Reynsla og þekking á stjórnun og þá sérstaklega verkefnastjórnun er nauðsynleg
Þekking á samningagerð vegna hönnunar og framkvæmda
Haldbær þekking og reynsla á lagaumhverfi umhverfismála og framkvæmda er kostur
Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
Góð þekking á Excel, Microsoft Project, teikniforritum og öðrum forritum sem notuð eru við áætlunargerð og framkvæmdir
Góðir samskiptahæfileikar, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynlegir
Góðir skipulagshæfileikar, nákvæmni og samviskusemi skilyrði
Sjálfstæði í vinnubrögðum og hröð úrlausn verkefna er nauðsynleg
Góð íslenskukunnátta er skilyrði, færni í erlendum tungumálum er kostur
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.