Verkefnastjóri Eignasjóðs
Umhverfissvið Mosfellsbæjar leitar að verkefnastjóra Eignasjóðs
Mosfellsbær er sveitarfélag í örum vexti og undanfarin ár hefur uppbygging verið mikil og fólksfjölgun í samræmi við það. Áform eru um frekari framkvæmdir innan sveitarfélagsins í takt við þéttingu höfuðborgarinnar í heild. Umhverfissvið vinnur að metnaðarfullum verkefnum til að gera Mosfellsbæ áfram að spennandi búsetukosti. Á sviðinu starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka sérfræðikunnáttu.
Verkefnastjóri Eignasjóðs hefur umsjón með útboðum, samningum og eftirlit með verktökum. Verkefnastjóri annast undirbúning og umsjón framkvæmda á mannvirkjum bæjarfélagsins og ber ábyrgð á að framkvæmdir séu innan heimilda gildandi fjárhagsáætlunar. Verkefnastjóri veitir ráðgjöf vegna hönnunar, framkvæmda og búnaðarkaupa stofnana. Verkefnastjóri skal sýna nákvæmni við utanumhald verkefna og eiga góð samskipti.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.