Deildarstjóri í nýjan búsetukjarna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær leitar að öflugum og framsæknum deildarstjóra til að koma inn í stjórnendateymi í nýjum og spennandi búsetukjarna. Fimm fatlaðir íbúar munu frá og með haustinu flytja í nýtt og stórglæsilegt hús í Helgafellshverfinu. Kjarninn veitir íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggur áherslu á að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Deildarstjóri mun taka þátt í og leiða uppbyggingu á kjarnanum, þar á meðal koma að ráðningum starfsfólks og þjálfun þess, skipulagningu teymisvinnu, vaktaskýrslugerð og samskiptum við væntanlega íbúa og aðstandendur.
Deildarstjóri vinnur eftir lögum og reglugerðum í þjónustu við fatlað fólk sem eiga við sem og stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum og tryggir að allt starfsfólk vinni eftir sömu fyrirmælum.
Deildarstjóri leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til aukinnar velferðar fyrir íbúana.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu lífi.
