Mosfellsbær
Störf í boði
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Varmárskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf
Leikskólinn Hulduberg
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Búsetukjarnar Mosfellsbæ
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Leikskólastjóri óskast í Hlíð, ungbarnaleikskóla

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á leikskólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á leikskólastarfi, skólaþróun, stjórnun og forystu. Mikilvægt er að viðkomandi geti leitt umbætur í samræmi við stefnumótun Mosfellsbæjar.

Leikskólastarfið í Hlíð grundvallast á hugmyndum um mikilvægi umhyggju, virðingu og gleði í leikskólastafi og er skólastarfið skipulagt á þeim grunni.

Í ungbarnaleikskólanum Hlíð eru 74 börn á aldrinum 1-3 ára og starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Veita skólanum faglega forystu og móta stefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá leikskóla.
Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjónustu og daglegri starfsemi skólans.
Hafa forystu um og bera ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
Bera ábyrgð á og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla skilyrði.
Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar leikskólastarfs æskileg.
Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, jákvæðni og vilji til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.
Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg.
Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori.
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.