Yfirmaður mötuneytis í Krikaskóla
Yfirmaður mötuneytis óskast í Krikaskóla
Yfirmaður mötuneytis vantar í 100% starf fyrir skólaárið 2024-25.
Yfirmaður í mötuneyti skólans ber ábyrgð á matseld fyrir nemendur og starfsmenn. Lögð er áhersla á fjölbreyttan og hollan mat þar sem eldað er samkvæmt manneldismarkmiðum og notast er við viðmið matarstefnu Mosfellsbæjar. Yfirmaður mötuneytis hefur yfirumsjón með matreiðslu, eftirliti, hönnun matseðla, frágangi í eldhúsi, samskiptum við birgja auk innkaupa á hráefni.
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af Menntastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Í skólanum eru á hverjum tíma um 200 börn á aldrinum 2-9 ára.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.