Almenn umsókn
Í nálægð við náttúruna
Nám þar sem lögð er áhersla á sköpun, hæfni, virkni og frumkvæði. Þannig viljum við í Reykjakoti starfa. Staðsetning skólans hefur mótandi áhrif. Hann er í nálægð við náttúruna. Skógur, Varmá, fellin. Við í Reykjakoti nýtum útiveru og sérstaklega græn svæði til að hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar og líðan. Við viljum kynnast náttúrunni betur, vinna verkefni út í náttúrunni, safna náttúrulegum efnivið til listsköpunar. Fræðast um hveru mikilvæg náttúrann er, hversu gefandi hún er. Börnin læra að umgangast náttúruna, bera virðingu og einnig að leita innblásturs til listsköpunar úr og í náttúrunni.
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan barna og starfsfólks. Hreyfingin sem felst í að vera í náttúrunni sem og listsköpunin sjálf hefur jákvæð áhrif á líkamlega og ekki síður andlega líðan barna og starfsfólks.