Deildarstjóri miðstigs
Nú vantar okkur faglegan og metnaðarfullan einstakling til að sinna starfi deildarstjóra á miðstigi í Helgafellsskóla frá og með 1. ágúst 2024.
Við leitum að framsæknum og faglegum leiðtoga til starfa í skóla sem er í þróun. Mikilvægt er að viðkomandi hafi leyfisbréf til kennslu, sé víðsýnn og góður í mannlegum samskiptum. Hafi einnig góða skipulagshæfileika og geti stýrt þróun á skólastarfi.
Helgafellsskóli er fimm ára gamall samrekinn leik- og grunnskóla með rúmlega 500 nemendum. Skólinn er teymiskennsluskóli og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti og góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2024
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla í síma: 547-0600.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni