Mosfellsbær
Störf í boði
Búsetukjarnar í Skálahlíð
Engin laus störf
Búsetukjarninn Hamrahlíð- Mosfellsbæ
Engin laus störf
Búsetukjarninn Langahlíð
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Vinnuskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlaðhamrar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ

Mosfellsbær leitar að öflugum og framsæknum deildarstjóra til að koma inn í öflugt stjórnendateymi í búsetukjarna við Skálahlíð 11a.

Í Skálahlíð 11a búa sjö einstaklingar með fötlun og er þeim veitt einstaklingsmiðuð þjónusta og áhersla lögð á að auka víðsýni þeirra og félagslega virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.

Deildarstjóri mun taka þátt í og leiða uppbyggingu á kjarnanum, þar á meðal koma að ráðningum starfsfólks og þjálfun þess, skipulagningu teymisvinnu, vaktaskýrslugerð og samskiptum við íbúa og aðstandendur. Deildarstjóri mun sjá um afleysingar fyrir forstöðumann.

Deildarstjóri vinnur eftir lögum og reglugerðum í þjónustu við fatlað fólk sem eiga við, sem og stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum og tryggir að allt starfsfólk vinni eftir sömu fyrirmælum.

Deildarstjóri leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til aukinnar velferðar fyrir íbúana.

Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu lífi.

 

Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.