Forstöðumaður á áfangaheimili
Mosfellsbær leitar að öflugum forstöðumanni á áfangaheimili fyrir geðfatlaða.
Mosfellsbær leitar eftir öflugum og framsæknum forstöðumanni til að stýra starfi áfangaheimilis. Forstöðumaður starfar að verkefnum er krefjast sérþekkingar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 38/2018 og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum og kröfulýsingu heimilisins.
Áfangaheimilið veitir íbúum sem og einstaklingum utan þess einstaklingsmiðaða þjónustu og leggur áherslu á að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar, batamiðaðrar nálgunar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Forstöðumaður leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til hagsbóta fyrir þá sem njóta þjónustunnar.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
