Mosfellsbær
Störf í boði
Búsetukjarninn Hamrahlíð- Mosfellsbæ
Engin laus störf
Búsetukjarninn Langahlíð
Engin laus störf
Búsetukjarninn Vesturhlíð - Mosfellsbæ
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Vinnuskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Kvíslarskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Forstöðumaður í búsetukjarna

Mosfellsbær leitar að öflugum forstöðumanni í búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

Mosfellsbær leitar eftir öflugum og framsæknum forstöðumanni til að stýra starfi búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Mosfellsbæ. Forstöðumaður starfar að verkefnum er krefjast sérþekkingar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 38/2018 og stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum og kröfulýsingu kjarnans.

Búsetukjarninn veitir íbúum sem og einstaklingum utan kjarnans einstaklingsmiðaða þjónustu og leggur áherslu á að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.

Forstöðumaður leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til hagsbóta fyrir þá sem njóta þjónustunnar.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Skipuleggja faglegt starf
Stýra innra starfi og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem íbúar fá
Halda utan um starfsmannamál heimilisins og vaktaskýrslugerð
Launavinnsla
Rekstraráætlunargerð og utanumhald um rekstur kjarnans
Bera ábyrgð á að starfsmenn vinni eftir hugmyndafræði Mosfellsbæjar í málaflokki fatlaðs fólks, stuðli að valdeflingu íbúa og veiti þeim góða þjónustu í samræmi við þau lög, reglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem um starfsemina gilda og kröfulýsing kjarnans segir til um.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði
Reynsla af og metnaður fyrir starfi með fötluðu fólki er skilyrði
Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar eru skilyrði
Farsæl reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi er skilyrði
Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði
Þekking á hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar er kostur
Mikil hæfni í samskiptum og leiðtogahæfileikar er skilyrði
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.