Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa
Vilt þú leika þér í vinnunni?
Nú vantar okkur hresst og skemmtilegt fólk í vinnu sem frístundaleiðbeinendur í haust og vetur við Varmárskóla. Í boði er skemmtilegt starf með nemendum okkar í 1. - 4. bekk. Við leitum eftir frístundarleiðbeinendum sem hafa áhuga á hvetjandi og skemmtilegu starfi með börnum þar sem leikurinn er í fyrirrúmi. Í starfi okkar leggjum við áherslu á að skapa öruggt og skemmtilegt umhverfi fyrir börn til njóta þess tómstundarstarfs sem við höfum upp á að bjóða. Vinnutími er frá 13 - 16:30 og möguleiki er að vera ákveðna daga, því er starfið tilvalið með skóla. Einnig vantar starfsfólk frá 8:00-16:00 í sumarfrístund sem er starfrækt frá 6.-21.ágúst.
Um er að ræða 40-50% starf með möguleika á viðbótarstarfi sem stuðningsfulltrúi til að ná fullu starfi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ása María Ásgeirsdóttir í síma 618 5313.