Kennarar óskast á unglingastig haust ´23
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að búa til góðan skóla? Í haust hefst fimmta starfsár skólans og því er starfið spennandi tækifæri til að taka þátt í faglegri þróun og uppbyggingu skólastarfsins.
Helgafellsskóli er samþættur leik- og grunnskóli. Á næsta skólaári verður 1. – 10. bekkur í grunnskóladeildinni og fjórar leikskóladeildir.
Starfsfólk vinnur í teymum og mikil áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti og góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2023.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
