Leikskólakennarar óskast á Hlíð
Hlíð leitar að leikskólakennara/leiðbeinanda til starfa með börnum.
Hlíð er 74 barna, 5 deilda ungbarnaleikskóli fyrir 1 og 2 ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft, tengslamyndun og tilfinningalegt öryggi barnanna. Unnið er markvisst með málörvun í anda snemmtækrar íhlutunar. Sérstaklega er leitað eftir kennurum með áhuga á að starfa með yngstu börnunum.
Leikskólakennari/leiðbeinandi vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Um bæði hlutastarf og fullt starf er að ræða.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
