Mosfellsbær
Störf í boði
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Krikaskóli
Engin laus störf
Kvíslarskóli
Engin laus störf
Varmárskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlaðhamrar
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Búsetukjarnar Mosfellsbæ
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Lögfræðingur hjá Mosfellsbæ

Mosfellsbær leitar að kraftmiklum lögfræðingi sem hefur þekkingu og reynslu á sviði stjórnsýslu, skipulags- og umhverfismála. Um er að ræða spennandi starf lögfræðings sem mun einkum starfa með sérfræðingum umhverfissviðs auk samvinnu við aðra starfsmenn sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa.

Undirbúningur stendur nú yfir vegna uppbyggingar íbúðasvæða í Helgafelli og við Hamraborg. Þá er í undirbúningi uppbygging á atvinnusvæðinu í Blikastaðalandi og í kjölfarið mun eiga sér stað vinna við mótun skipulags fyrir 9.000 manna íbúabyggð í landi Blikastaða sem mun byggjast upp í áföngum á næstu árum.

Uppbygging nýrra svæða einkennist annars vegar af tilkomu Borgarlínu og hins vegar umhverfisvænum áherslum, meðal annars á grunni BREEAM-vistvottunarkerfisins.

Við leitum að einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna með okkur að stækkun sveitarfélagsins og fylgja verkefnum áfram innan stjórnsýslunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna við verkefni þar sem reynir á túlkun laga og reglugerða á málefnasviðum sveitarfélagsins, m.a. á sviði sveitarstjórnarréttar, skipulags- og byggingarmála, umhverfismála og almennrar stjórnsýslu.
Gerð uppbyggingarsamninga og samninga um afnotaréttindi fasteigna, s.s. lóðarleigusamninga.
Gerð lögfræðilegra álita og ráðgjöf um afgreiðslu einstakra mála.
Undirbúningur stjórnsýsluákvarðana og ákvarðana um lögfræðileg málefni.
Svörun almennra fyrirspurna og samskipti við íbúa, stjórnvöld og hagaðila.
Vinna við skriflegar umsagnir í samstarfi við starfsmenn sveitarfélagsins.
Ráðgjöf við samningagerð og útboð og aðra skjalagerð bæjarins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Meistarapróf eða embættispróf í lögfræði.
Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla.
Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er skilyrði.
Þekking og reynsla af vinnu á sviði eignarréttar auk samninga- og kröfuréttar er æskileg.
Þekking á lögum um skipulags- og umhverfismál og verktakarétt er æskileg.
Þekking á löggjöf á málefnasviðum sveitarfélaga er æskileg.
Góð samskiptafærni og tölvukunnátta.
Góð rit- og talfærni á íslensku og hæfni í framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt.
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.