Mosfellsbær
Störf í boði
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Leikskólinn Hulduberg
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Búsetukjarnar Mosfellsbæ
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Sérkennslustjóri óskast í leikskólann Hlaðhamrar

Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að sérkennslustjóra

Á Hlaðhömrum eru 80 börn á aldrinum 2ja til 5 ára. Sérstakar áherslur í leikskólastarfinu eru gæði í samskiptum og skapandi starf. Er þar fyrst og fremst horft til hugmynda Loris Malaguzzi, stefna sem nefnd hefur verið Reggiostefnan. Markmiðið er að leikskólabörnin öðlist sterka sjálfsvitund, hæfni í samskiptum, skapandi færni og frjóa hugsun. Lykilorð í allri samvinnu og samstarfi Hlaðhamra er virðing. 
 


Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu,framkvæmd og endurmati sérkennslunar í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
Er faglegur umsjónamaður sérkennslunar í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
Vinnur í nánu samstarfi við deildarstjóra foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.
Er tengiliður leikskólans í þjónustu í þágu farsældar barna skv. lögum nr. 86/2021 og tekur þátt í þróun og innleiðingu laganna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur sambærileg menntun
Æskilegt er að umsækjandi hafi framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða öðru því sem nýtist í starfi.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Frumkvæði og metnaður í starfi.
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla í starfi með leikskólabörnum.
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.