Mosfellsbær
Störf í boði
Búsetukjarnar í Skálahlíð
Engin laus störf
Búsetukjarninn Hamrahlíð- Mosfellsbæ
Engin laus störf
Búsetukjarninn Langahlíð
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Vinnuskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Krikaskóli
Engin laus störf
Kvíslarskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hulduberg
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Engin laus störf
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Vilt þú leiða nýjan búsetukjarna í Mosfellsbæ

Mosfellsbær leitar öflugum og framsæknum forstöðumanni til að leiða starf í nýjum og spennandi búsetukjarna þar sem fimm fatlaðir íbúar munu í haust flytja í nýtt og stórglæsilegt hús í Helgafellshverfinu.

Forstöðumaður mun taka þátt í og leiða uppbyggingu á kjarnanum, þar á meðal ráðningar starfsfólks og þjálfun þess, skipulagningu teymisvinnu, vaktaskýrslugerð og samskipti við væntanlega íbúa og aðstandendur.

Forstöðumaður vinnur eftir lögum og reglugerðum í þjónustu við fatlað fólk sem eiga við og stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum og tryggir að allt starfsfólk vinni eftir sömu fyrirmælum.
Kjarninn veitir íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggur áherslu á að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. 
Forstöðumaður leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til aukinngar velferðar fyrir íbúana.

Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í lok sumars og forstöðumaður taki til starfa um miðjan ágúst.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu lífi. 

Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.