Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa
VARMÁRSKÓLI LEITAR AÐ ÖFLUGUM FRÍSTUNDALEIÐBEINENDUM TIL STARFA
Vilt þú leika þér í vinnunni? Nú vantar okkur hresst og skemmtilegt fólk, stráka, stelpur og stálp, konur, karla og kvár við vinnu sem frístundaleiðbeinendur á vorönn við Varmárskóla. Í boði er skemmtilegt starf með nemendum okkar í 1. - 4. bekk. Við leitum eftir frístundaleiðbeinendum sem hafa áhuga á hvetjandi og skemmtilegu starfi með börnum þar sem leikurinn er í fyrirrúmi. Í okkar starfi viljum við búa til öruggt og skemmtilegt umhverfi fyrir börn og starfsfólk til njóta þess tómstundarstarfs sem við höfum upp á að bjóða. Vinnutími er frá 13 - 16:30 og möguleiki er að vera ákveðna daga, því er starfið tilvalið með skóla.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.