Mosfellsbær
Störf í boði
Búsetukjarnar í Skálahlíð
Engin laus störf
Búsetukjarninn Hamrahlíð- Mosfellsbæ
Engin laus störf
Búsetukjarninn Langahlíð
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Lágafellsskóli
Engin laus störf
Vinnuskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Krikaskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf
Leikskólinn Hulduberg
Engin laus störf
Leirvogstunguskóli
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar

Við leitum að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar. Leitað er að stjórnanda með skýra sýn og brennandi áhuga á fræðslu- og frístundamálum til að leiða málaflokkinn á miklum uppbyggingartímum í sveitarfélaginu.

Mosfellsbær er í fremstu röð þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og er lögð mikil áhersla á innleiðingu menntastefnu Mosfellsbæjar sem felur m.a. í sér að unnið er að velferð og vexti allra með jákvæðum samskiptum, valdeflingu og sveigjanleika að leiðarljósi. Þá er lögð rík áhersla á innleiðingu farsældarlaganna í Mosfellsbæ og starfsfólk fræðslu- og frístundasviðs og velferðarsviðs eiga í nánu samstarfi um það verkefni.

Fræðslu- og frístundasvið starfrækir fimm grunnskóla, átta leikskóla, frístundamiðstöðina Bólið, Listaskóla Mosfellsbæjar og öfluga skólaþjónustu. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og situr í yfirstjórn sveitarfélagsins.

Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.