Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Við leitum að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar. Leitað er að stjórnanda með skýra sýn og brennandi áhuga á fræðslu- og frístundamálum til að leiða málaflokkinn á miklum uppbyggingartímum í sveitarfélaginu.
Mosfellsbær er í fremstu röð þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og er lögð mikil áhersla á innleiðingu menntastefnu Mosfellsbæjar sem felur m.a. í sér að unnið er að velferð og vexti allra með jákvæðum samskiptum, valdeflingu og sveigjanleika að leiðarljósi. Þá er lögð rík áhersla á innleiðingu farsældarlaganna í Mosfellsbæ og starfsfólk fræðslu- og frístundasviðs og velferðarsviðs eiga í nánu samstarfi um það verkefni.
Fræðslu- og frístundasvið starfrækir fimm grunnskóla, átta leikskóla, frístundamiðstöðina Bólið, Listaskóla Mosfellsbæjar og öfluga skólaþjónustu. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og situr í yfirstjórn sveitarfélagsins.
![](/_next/image?url=%2F_next%2Fstatic%2Fmedia%2Fright_content.c08c6cfd.jpeg&w=1080&q=75)