Mosfellsbær
Störf í boði
Hamrahlíð
Engin laus störf
Mosfellsbær
Engin laus störf
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Krikaskóli
Engin laus störf
Kvíslarskóli
Engin laus störf
Listaskóli Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Leikskólinn Hlíð
Engin laus störf
Leikskólinn Höfðaberg
Engin laus störf
Leikskólinn Hulduberg
Engin laus störf
Leikskólinn Reykjakot
Engin laus störf
Félagsmiðstöðin Ból
Engin laus störf
Frístundaklúbburinn Úlfurinn
Engin laus störf
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Engin laus störf
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Engin laus störf

Verkefnastjóri skipulagsmála

Mosfellsbær leitar að öflugum verkefnastjóra skipulagsmála. Um er að ræða spennandi verkefni á sviði deiliskipulags og að undirbúningi áætlana í samvinnu við skipulagsfulltrúa, aðra starfsmenn sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa.

Undirbúningur stendur nú stendur nú yfir vegna uppbyggingar íbúðasvæða í Helgafelli og við Hamraborg. Þá er í undirbúningi uppbygging á atvinnusvæðinu í Blikastaðalandi og í kjölfarið mun eiga sér stað vinna við mótun skipulags fyrir 9.000 manna íbúabyggð í landi Blikastaða sem mun byggjast upp í áföngum á næstu árum.

Uppbygging nýrra svæða einkennist annars vegar af tilkomu Borgarlínu og hins vegar umhverfisvænum áherslum, meðal annars á grunni BREEAM vistvottunarkerfisins.

Við leitum að einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna með okkur að stækkun sveitarfélagsins og fylgja verkefnum áfram innan stjórnsýslunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Verkstjórn við gerð, rýni og mótun deiliskipulags í samvinnu við skipulagsnefnd, ráðgjafa og hagaðila.
Umsjón skipulags á nýjum uppbyggingarsvæðum í tengslum við skilgreindan samgöngu- og þróunarás.
Þróun, undirbúningur og stefnumótun skipulagsáforma.
Breytingar á eldri skipulagsáformum og undirbúningur samþykkta þeirra.
Samskipti við hönnuði og ráðgjafa vegna skipulagsvinnu.
Yfirlestur innsendra gagna, framsetning þeirra og kynning fyrir skipulagsnefnd.
Svörun almennra fyrirspurna og samskipti við stofnanir, landeigendur og hagaðila.
Vinna við skriflegar umsagnir skipulags og undirbúningur að svörun athugasemda.
Ýmis önnur verkefni og kynningarmál í samstarfi við skipulagsfulltrúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d próf í skipulagsfræði, arkitektúr eða landslagsarkitektúr.
Þekking eða reynsla af skipulagi og hönnun.
Reynsla af verkefnastjórnun.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni.
Góð rit- og talfærni á íslensku og hæfni í framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt.
Þekking og reynsla af stjórnsýslu og störfum sveitarfélaga er kostur.
Vissir þú?
Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi.
Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.